Íslandsbanki er ekki með neitt kaupaukakerfi á teikniborðinu en Arion Banki á til útfærslur af slíku kerfi. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að taka upp slíkt kerfi af hálfu bankans. Þetta kemur fram í Markaðnum, sem gefið er út með Fréttablaðinu, í dag.

Í svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, kom fram að kaupaukakerfi hefði ekki verið tekið upp hjá bankanum en að útfærslur á því væru til. Arion banki vildi ekki upplýsa nánar um hvað fælist í útfærslunum á slíku kerfi.