Samstæða Kaupfélags Skagfirðinga skilaði tæplega 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra, samanborið við tæplega 2,5 milljarða króna hagnað á árinu 2011.

Rekstrartekjur jukust um 760 milljónir á milli ára og námu tæpum 27 milljörðum, en rekstrarkostnaður fyrir afskriftir jókst um 890 milljónir á sama tíma og nam 23 milljörðum í fyrra.

Hagnaður kaupfélagsins fyrir skatta nam rúmum þremur milljörðum og var mjög svipaður þeim hagnaði sem var á rekstri félagsins árið 2011. Skattgreiðslur jukust aftur á móti úr 540 milljónum í 770 milljónir á milli ára. Eignir samstæðunnar námu 30,3 milljörðum um síðustu áramót, skuldir námu 10,3 milljörðum og Eigið fé nam því tæpum 20 milljörðum króna.