Nasdaq OMX-kauphallarsamstæðan hagnaðist um 113 milljónir dala, jafnvirði tæpra 13,6 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. þetta er tæplega 27% aukning á milli ára. Ef hagnaðurinn er brotinn upp þá nam hann 66 sentum á hlut samanborið við 14 senta hagnað á hlut á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Kauphöllin hér á landi er hluti af kauphallarsamstæðunni.

Tekjur Nasdaq-samstæðunnar námu 506 milljónum dala, sem er 22,8% aukning á milli ára. Á móti jókst rekstrarkostnaður nokkuð á milli ára. Hann nam 304 milljónum dala en var 231 milljón fyrir ári. Aukinn kostnaður skýrist m.a. af auknum hlunnindagreiðslum.

Markaðsaðilar segja afkomuna umfram væntingar. Góð afkoma skýrist m.a. af nýrri þjónustu sem hafi verið boðið upp á.

Uppgjör Nasdaq OMX