Kaup MP banka á 9,99% eign­arhlut í Íslenskum Verð­bréfum hf. hefðu ekki átt sér stað hefðu stjórnendur MP vitað af því að Straumur fjárfestingabanki ætti óbeint um 14% eignarhlut í ÍV. Þetta staðfestir Sigurður Atli Jóns­son, forstjóri MP banka, í samtali við Viðskiptablaðið.

„Já, það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið okkur á óvart og þessar upplýsingar lágu ekki fyrir þeg­ar við gerðum þennan kaup­samning við Ís­landsbanka,“ seg­ir Sigurður Atli. Eins og greint var frá á vb.is 6. nóvember keypti Straumur félagið Gunner ehf., sem á 64,3% eignarhlut í Íslenskri eign­astýringu ehf., sem aftur á 21,83% eignarhlut í ÍV.

Ástæða þess að MP banki hefði ekki látið verða af kaup­unum er sú að Íslensk eignastýring sem hluthafi í ÍV hefur forkaupsrétt á eignarhlut 9,99% MP banka. Straum­ur er þannig í aðstöðu til að eignast um 41,5% eignarhlut í ÍV, ákveði fé­lagið að nýta forkaupsrétt að sam­tals 27,5% eignarhlutum MP banka, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Garðars K. Vilhjálmssonar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .