Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins að Seðlabankinn muni fá þá peninga aftur sem bankinn veitti Kaupþingi í endurhverfum viðskiptum í vikunni: „Staða okkar er býsna góð."

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings staðfesti jafnframt í sjónvarpsviðtölum í kvöld að bankinn hefði fengið stórt lán hjá Seðlabankanum.

„Það sem er öruggt í þessari viku, er þó ekki endilega öruggt í næstu viku," segir Sigurður. Ekki hefur fengist staðfest hversu háa upphæð var um að ræða, en upphæðin 500 milljónir evra hefur verið nefnd til sögunnar.