Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir í samtali við norska dagblaðið Dagens Næringsliv að bankinn hafi ekki áhuga á að taka yfir Storebrand. Hann segir bankann sáttan við að eignast 20% hlut.

Vangaveltur hafa verið um að Kaupþing muni gera tilraun til þess að taka yfir norska trygginga- og fjármálafyrirtækið síðan bankinn fór að auka hlut sinn í félaginu og fékk heimild frá norska fjármálaeftirlitinu um að eiganst 20% hlut.

Hins vegar segist Hreiðar Már ekki vera sammála áliti fjármálaeftirlitsins um að bankinn fái ekki leyfi til að eignast 25% í Storebrand vegna þess að Kaupþing sé of áhættusækinn banki og hafi takmarkaða reynslu af rekstri tryggingarfélaga. Hann bendir einnig á að Kaupþing sé norður-evrópskur banki en ekki íslenskur.