Co-operative Group hefur gengið frá yfirtöku á verslunarkeðjunni Somerfield fyrir 1,57 milljarða punda (243 milljarða íslenskra króna), að því er segir í frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

Í fréttinni segir að það sé mun lægra verð en kaupendur hafi gert sér vonir um í upphafi.

Somerfield var  í eigu Kaupþings[ KAUP ], Robert Tchenguiz, stjórnarmanns í Exista auk Barclays Private Equity og Apax Partner.

Viðskiptablaðið hefur áður sagt frá því að þessi sala var yfirvofandi.