*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 7. maí 2021 10:46

Kaupir tvær eldisstöðvar á Suðurlandi

Arnarlax hefur náð samkomulagi um kaup á tveimur eldisstöðvum á Hallkelshólum og í Þorlákshöfn.

Ritstjórn
Sjókvíar í Arnarfirði
Haraldur Guðjónsson

Arnarlax, dótturfélag Icelandic Salmon AS, hefur náð samkomulagi um kaup á tveimur eldisstöðvum á Hallkelshólum og í Þorlákshöfn, að því er kemur fram í tilkynningu félagsins til norsku kauphallarinnar.

Ekki er greint frá kaupverðinu eða um seljendur eldisstöðvanna. Fjallableikja ehf. er þó eina fyrirtækið sem hefur rekið eldi að Hallkelshólum í Grímsnesi, að því er kemur fram í frétt mbl.is.

Gert er ráð fyrir að framleiðslan á eldisstöðvunum nemi samanlagt um 800 þúsund seiði árið 2022 og 1,5 milljón seiða árlega frá og með 2023. Fyrirtækið væntir þess að breytingar á rekstrarleyfum yfir í laxaseiði auki heildarframleiðslu um 7.000 megatonn (MT), miðað við framleiðslugetu eldisstöðvanna tveggja.

„Með þessum kaupum styrkir Icelandic Salmon samþætta virðiskeðju sínu. Þessar tvær yfirtökur gerir okkur kleift að auka framleiðslu auk þess að framleiða stærri seiði. Þetta mun styrkja enn frekar grunninn að metnaðarfullum áforma Icelandic Salmon um sjálfbær vaxtarmarkmið,“ segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax.