*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 24. maí 2013 10:08

Kaupmáttur stóð nánast í stað

Launavísitalan hækkaði um 0,2% í apríl, en vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 0,05%.

Ritstjórn

Í apríl hækkaði vísitala kaupmáttar launa um 0,05% frá mánuðinum á undan og stendur vísitalan í 113,8 stigum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Undanfarna tólf mánuði hefur kaupmáttur aukist um 2,4%.

Launavístalan hækkaði um 0,2% í mánuðinum, en síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,8%. Er þetta mun minni ársbreyting en fyrir ári síðan. Frá apríl 2011 til apríl 2012 hækkaði launavísitalan um ein 11,9%.