Nýherji gekk í gær frá kaupréttaráætlun starfsmanna félagsins og dótturfélaga, en aðalfundu hafði áður samþykkt gerð kaupréttaráætlunar.

Kauprétturinn á hlutum í Nýherja samkvæmt áætluninni nær til allra fastra starfsmanna samstæðunnar. Kaupréttur hvers kaupréttarhafa ávinnst í þremur áföngum á þremur árum frá gerð kaupréttarsamnings. Hámark verðmæti hluta sem hver starfsmaður getur keypt hluti á grundvelli þessarar áætlunar eru 600 þúsund krónur á ári og að lágmarki 10 þúsund krónur á ári.

Kaupverðið verður vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins tíu heila viðskiptadaga fyrir samningsdag, en hann verður 31. mars 2016.