Verðtryggða krafan féll um 1-28 punkta á skuldabréfamarkaði í síðustu viku, segir greiningardeild Kaupþings en bætir við að HFF44 hafi hækkað örlítið á tímabilinu.

?Þennan kaupþrýsting á verðtryggðum bréfum má ef til vill rekja til lægri vaxtavæntinga ásamt hærri verðbólguvæntinga til skamms tíma þar sem stækkun álversins í Straumsvík var hafnað. Gengi krónunnar styrktist í síðustu viku um 1% og stóð hún í 119,8 stigum við lokun markaða á föstudaginn,? segir greiningardeildin.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6% milli mánaða en Hagstofan birti upplýsingarnar í dag. ?Krónan breyttist lítið í viðskiptum dagsins og virðast verðbólgutölurnar ekki haft mikil áhrif á gjaldmiðilinn enda var hækkun vísitölunnar í grófum dráttum í takt við væntingar markaðsaðila. Einnig má nefna að krónubréf fyrir 4,5 milljarðar króna. voru gefin út í dag og nemur heildarútgáfa aprílmánaðar því 8,5 milljörðum króna,? segir greiningardeildin.