Fasteignamarkaður - Myndir
Fasteignamarkaður - Myndir
© BIG (VB MYND/BIG)
Alls var 372 fasteignakaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í júní síðastliðnum. Samanborið við sama mánuð í fyrra nemur fjölgun þinglýstra samninga um 67,7% og veltan eykst um 82,3%. Velta í júnímánuði 2011 nam 10,6 milljörðum og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 28,5 milljónir króna.

Makaskiptasamningar voru 19 talsins í júní 2010 eða 5,4% af öllum samningum á höfuðborgarsvæðinu.

Ef júní er borinn saman við maí síðastliðinn þá fækkaði kaupsamningum um 9,9% og veltan um 13,9%. Þá var 413 kaupsamningum þinglýst og velta nam 12,3 milljörðum króna.

Nánar á vef Þjóðskrár .