„Þetta er stríð! Þetta er ótrúlegt. Hvað er breska ríkistjórnin að gera Íslandi?“ hugsaði breski lögmaðurinn Richard Beresford þegar bresk yfirvöld réðust fyrst til atlögu gegn Landsbankanum og Kaupþingi. Hann vinnur að dómsmáli fyrir hönd „gamla“ Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum vegna dótturfélagsins Singer & Friedlander (KFS) ásamt samstarfsmanni sínum Michael Tackly.

Þeir starfa hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni Grundberg Mocatta Rakison í Bretlandi. Þeir telja yfirtöku breskra stjórnvalda á eignum KSF ólöglega. „Fjármálaráðuneytið getur ekki gert þetta! Það verður að styðjast við lögin,“ segir Tackley. Beresford bendir á að sjaldgæft sé að vinveitt þjóð felli banka, líkt og nú var raunin.

Ég vil peningana mína núna

Þegar bresk yfirvöld höfðu hirt eignir KSF neyddist Kaupþing samstæðan að leita til Fjármálaeftirlitsins. Enda hafði greiðslustöðvun KSF mikil áhrif á lánasamninga samstæðunnar. Lánadrottnar sögðu einfaldlega: Ég vil peningana mína núna. „Það var hræðilegt fyrir bankann,“ segir Bereford. Í kjölfarið hefur Fjármálaeftirlitið tekið við stjórnartaumum bankans – auk Glitnis og Landsbankans – og stofnað nýtt félag utanum innlenda starfsemi þeirra.

Bresk stjórnvöld beittu löggjöf (kölluð á frummálinu Banking Special Provisions) sem sett var fyrr á árinu með það fyrir augum að verja eigur gegn kerfisbundnu falli fjármálakerfisins í Bretlandi. Líkja má þessu við íslensku neyðarlögin sem komið var á fót til bjargar íslensku viðskiptabönkunum. Mikilvægt er, að sögn Beresford, að gera greinarmun á kerfisbundinni áhættu og áhættu innistæðueigenda. Himinn og haf er þar á milli.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .