Glitnir Property Holding AS hefur í dag lokið kaupum á 91% hlut í Leimdörfer Holding AB. Leimdörfer er
leiðandi ráðgjafafyrirtæki á sænska og finnska fasteignamarkaðnum að því er kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. Fyrir kaupin átti Glitnir Property Holding 100% hlut í Glitnir Property Group, sem er leiðandi ráðgjafafyrirtæki á norska fasteignamarkaðnum með aðsetur í Osló.

Glitnir Property Group leggur áherslu á miðlun, sambankalán og fjármálaráðgjöf í fasteignaviðskiptum.

Eftir kaupin verður Glitnir Property Holding leiðandi ráðgjafafyrirtæki á norræna fasteignamarkaðnum, hvers dótturfélög eru með skrifstofur í Osló, Stokkhólmi og Helsinki. Samanlögð heildarvelta í fasteignaviðskiptum Glitnir Property Holding var u.þ.b. 5 milljarðar evra árið 2006. Glitnir Property Holding er í eigu Glitnir Bank (70%) og auk fyrri eigenda að UNION Gruppen og fyrirtækjunum Union Eiendomskapital og Leimdörfer (30%). Peter Leimdörfer verður framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis.

Glitnir Property Holding er hlutabréfafyrirtæki sem á 100% hlut í Glitnir Property Group AS og 91% hlut í Leimdörfer Holding AB. Glitnir Property Holding er í eigu Glitnir Bank (70%) og fyrri eigenda að UNION Gruppen og fyrirtækjunum Union Eiendomskapital og Leimdörfer (30%).


Leimdörfer er leiðandi sænskt ráðgjafafyrirtæki á norræna fasteignamarkaðnum. Félagið var stofnað 1992 og hefur náð góðri fótfestu á fasteignaviðskiptum á Norðurlöndum. Með því að sameina sérfræðiþekkingu á sviði fjármála og mikla innsýn í norrænan fasteignamarkað getur Leimdörfer boðið sérhannaða fjármála-
og ráðgjafaþjónustu á sviði fasteignaviðskipta. Leimdörfer býður ráðgjafarþjónustu á eftirtöldum sviðum: Fasteignaviðskiptum ( yfir 13 milljarðar velta), fyrirtækjaráðgjöf (leiðandi ráðgjafi í 10 af síðustu 18
einkavæðingarverkefnum á sviði fasteigna í Svíþjóð), fasteignafjármögnun (alls að verðmælti yfir 1 milljarður evra) og ráðgjöf á sviði stefnumótunar (yfir 26 óháð verkefni frá 2000). Leimdörfer starfar á norræna fasteignamarkaðnum og er með skrifstofur í Stokkhólmi og Helsinki og 40 starfsmenn.