Verðið sem Lífeyrissjóður verslunarmanna greiddi fyrir 14% hlut í Eimskipum í sumar er hát í erlendum samanburði. Það er þó eðlilegt og nærri virði hlutabréfa fyrirtækisins, að mati IFS Greiningar.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag er haft eftir sérfræðingum á markaði að verðið sé í hærra lagi, ekki síst þegar horft er til verðmats á öðrum sambærilegum félögum erlendis. Hátt kaupverð endurspegli skort á fjárfestingakostum lífeyrissjóðanna og hversu mikilvægt þeir telji að kaupa eignarhluti í fyrirtækjum sem hafa erlendar tekjur. Kaupverðið var 5,7 milljarðar króna.

Unnið er að skráningu Eimskips á hlutabréfamarkað og er stefnt að skráningu félagsins á þessu ári.