Skilanefnd Kaupþings tók fyrir tveimur árum yfir yfir aflandsfélög í eigu breska fasteignajöfursins Vincent Tchenguiz fyrir andvirði um 220 milljóna punda en Tchenguiz lagði fyrirtækin að veði fyrir 1,8 milljarða punda skuld bróður síns, Robert, til skilanefndarinnar nokkrum mánuðum áður. Var það tilraun til þess að koma í veg fyrir að skilanefndin gengi að þeim síðarnefna.

Frá þessu greinir breska blaðið Guardian á vef sínum í gær og segir m.a. að fyrirtækin sem um ræðir hafi verið flókinn fjármálagerningur sem Vincent Tchenguiz myndaði til þess að stýra stærsta fasteignaveldi Bretlands, með m.a. þúsundir McCarthy & Stone elliheimili auk fjölda lúxusíbúðabyggina á bökkum Thames-ár innanborðs.

Að sögn Guardian lagði skilanefndin fram kröfu á hendur Robert Tchenguiz í október 2008 þegar bankinn féll og lagði Vincent þá eignirnar að veði og ekki löngu síðar tók bankinn þær yfir. Sömuleiðis mun Vincent Tchenguiz hafa misst völdin yfir Peverel, umdeildri fyrirtækjasamsteypu sem bauð upp á viðhald á fasteignum auk ýmissrar þjónustu á borð við öryggismyndavélar og fleira í þeim dúr.