Hagnaður Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) á fyrri helmingi ársins nam 198 millj.kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Hreinar rekstrartekjur námur 338 millj.kr. og rekstrargjöld 74 millj.kr. Á tímabilinu veitti félagið 28 millj.kr. í styrki. Veltufé frá rekstri nam 3 millj.kr. á tímabilinu.

Heildareignir félagsins nema 5.053 millj.kr. Í lok tímabilsins og skuldir 818 millj.kr. á sama tíma. Bókfært eigið fé er því 4.236 millj.kr. og eiginfjárhlutfall 84%.

Á tímabilinu seldi félagið eignarhlut sinni í Samherja hf. og er bókfærður söluhagnaður fyrir reiknaða skatta vegna þeirrar sölu um 166 millj.kr.