Meirihluti starfsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þetta kemur fram á vef Kennarasambandsins .

Atkvæðagreiðslan hófst þann 5. desember og lauk í dag kl. 16.

55,12% eða 2.260 samþykktu samninginn. 42,9%, eða 1.759 höfnuðu honum. Auðir seðlar voru 81 eða 1,98%.

Samningurinn gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017. Skrifað var undir samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 29. nóvember síðastliðinn.