Danskur viðskiptablaðamaður Claus Forrai á tímaritinu Penge & Privatøkonomi hefur verið kærður til lögreglu fyrir meint ólögmæt verðbréfaviðskipti með því að hafa í mörg skipti keypt hlutabréf í félögum, sem hann síðan í kjölfarið skrifaði jákvæðar greinar um en talið er að blaðamaðurinn hafi hagnast um 35 milljónir með þessum hætti.

Jens Henneberg, ritstjóri tímaritsins, hefur sagt Claus Forrai upp störfum og ákvað að gefa upp nafn blaðamannsins.

Jens segir að Claus Forrai telji sig ekki hafa gert neitt rangt en óhjákvæmilegt hafi verið að segja honum upp störfum vegna trúverðugleika tímaritsins.

Viðurlög í dönskum lögum við brotum af þessu tagi getur verið fangelsi í allt að eitt og hálft ár og í mjög grófum tilvikum allt að fjögur ár.