*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 23. október 2019 14:11

Keyptu í Marel fyrir 13 milljarða

Erlendir sjóðir sem voru stórir í útboði Marel fyrir skráninguna í Amsterdam hafa bætt miklu við sig í félaginu.

Ritstjórn
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel.
Haraldur Guðjónsson

Erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt um 22 milljón hluti í Marel, eða fyrir um 13 milljarða króna miðað við núverandi gengi, að undanförnu að því er Fréttablaðið greinir frá og les úr gögnum greiningarfyrirtækisins Morningstar.

Komu margir þessara sjóða fyrst inn í hluthafahópinn í hlutafjárútboðinu í júlí samhliða því þegar félagið var skráð á kauphöllina í Amsterdam í Hollandi. Eiga tuttugu stærstu félögin á listanum samanlagt 90 milljónir hluta í lok september, sem jafngildir um 12% alls hlutafjár í félaginu.

Sjóðir í stýringu eignarstýringarrisans Blackrock eru meðal þeirra sem hafa bætt hvað mestu við sig, en það var stórt í útboðinu á sínum tíma. Aðrir stórir sjóðir eru á vegum Investec, SEI Investments, Threadneedle, Baron, BAMCO, Miton, AXA Investment Managers, Vanguard og Janus Henderson.