*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 26. febrúar 2006 23:39

Keyptu Tívolílóðina á 460 milljónir

Ritstjórn

Athafnamennirnir Rúnar Þröstur Grímsson í Garðabæ og Kristján Sverrisson í Reykjavík hafa keypt Tívolílóðina og tvær nærliggjandi lóðir í Hveragerði af feðgunum Guðmundi Sigurðssyni og Sigurði Fannari Guðmundssyni. Þetta kemur fram á héraðsfréttavefnum sudurland.is.

Kaupverð er liðlega 460 milljónir en meðfylgjandi eru teikningar og byggingaréttur fyrir fjölbýlishúsum sem samtals geta orðið 30 þúsund fermetra.

Reykvísku athafnamennirnir eiga báðir ættir að rekja á Vestfirði og hafa komið að byggingaiðnaði á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í byggingu iðnaðarhúsa í Hafnarfirði.