Tatsumi Kimishima hefur verið ráðinn forstjóri Nintendo í kjölfar þess að Satoru Iwata, fyrrum forstjóri fyrirtækisins, dó í júlí síðastliðnum.

Samhliða þessari ráðningu mun fyrirtækið leggjast í mikla endurskipulagningu sem taka mun gildi frá og með miðvikudeginum næsta.

Kimishima hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Nintendo undanfarin ár, en hann var upphaflega ráðinn árið 2000 þegar hann tók við Pokémon-sviði fyrirtækisins.

Iwata, sem gekk til liðs við Nintendo árið 2000, lést úr krabbameini 55 ára að aldri um miðjan júlímánuð. Hann var mjög virtur í leikjageiranum í Japan og stóð að baki mörkum af vinsælustu nýjungum fyrirtækisins á starfstíma sínum þar.