Háttsettur kínverskur embættismaður hefur greint frá því Kína muni skoða allar óskir um aðstoð Tævan til handa í þeirri efnahagskreppu sem nú gengur yfir að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Löndin eru nú þegar tengd sterkum efnahagslegum böndum þó samband Tævans við umheiminn hafi verið viðkvæmt pólitískt mál. Samskipti landanna hafa batnað síðan Ma Ying-jeou varð forseti Tævans.

Þrátt fyrir að Kínverjar finni sterklega fyrir samdrættinum í heimsbúskapnum hafa þeir ekki farið eins illa út og nágranaþjóðirnar.

Boð kínverskra stjórnvalda um aðstoð sýnir glögglega að þeir eru ekki hættir að efla stöðu sína í heimsmálunum. Ljóst er að tilboðið getur haft veruleg áhrif á það hvernig samskipti landanna þróast næstu ári