Á síðasta ári lánaði Kína meira fjármagn til þróunarlanda en sjálfur Alþjóðabankinn, samkvæmt upplýsingum á vef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Á síðastliðnum árum hafa fulltrúar kínverskra banka lánað út milljarða Bandaríkjadala til nokkurra af fátækustu þjóðum heims. Mannréttindasamtök víðsvegar um heiminn hafa gagnrýnt þessi útlán og vilja meina að lánunum séu ekki sett næg skilyrði hvað varðar gagnsæi, mannréttindi og tryggingu gegn spillingu.

Dr Zhao, fulltrúi kínverska útflutningsbankans, hefur svarað þessari gagnrýni og segir að hingað til hafi skilyrði lánveitinga verið of ströng og einhliða; að tryggja vestræna hugsun og vestræna viðskiptahætti. Á meðan hagkerfin vaxi og unnt sé að tryggja aukna velferð almennings til lengri tíma eigi að fagna fleiri valmöguleikum þróunarlanda.