Kína er orðið næst stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Þar með er drekahagkerfið, sem lengi hefur verið hið örast vaxandi á meðal stærstu hagkerfa heims, komið fram úr Japan sem næst stærsta hagkerfi heims. Sænska fréttaveitan TT greinir frá þessu og vísar í nýjar japanskar hagtölur.

Þar kemur fram að verg landsframleiðsla í Japan nam í fyrra 5.400 milljörðum Bandaríkjadala að nafnvirði en þegar lá fyrir að VLF í Kína á síðasta ári nam 5.800 milljörðum dala. Enn eiga Kínverjar þó töluvert í land að ná Bandaríkjamönnum sem stærsta hagkerfi heims því þar í landi nam VLF 14.000 milljörðum dala að nafnvirði við síðustu mælingu.

Þess má að lokum geta að hagvöxtur mældist 3,9% í Japan á liðnu ári.