Kína er orðið stærri markaður fyrir snjallsíma en Bandaríkin. Samkvæmt nýjustu tölum frá greiningafyrirtækinu Strategy Analytics gerðist þetta júlí til september. Afhendingar á snjallsímum til heild- og smásala í Kína jókst um 58% á þriðja ársfjórðungi samanborið við árið áður eða um 24 milljónir síma. 23 milljónir síma voru hins vegar afhentar í Bandaríkjunum á sama tíma.

Eftirspurnin í Kína hefur aukist mikið undanfarið og samkvæmt frétt Wall Street Journal er það vegna þess að símafyrirtæki greiða niður símtækin sjálf til viðskiptavina sem og meira framboði á ódýrari símtækjum.

Hér má lesa frétt Wall Street Journal.