Kínverska olíuleitarfyrirtækið China National Offshore Oil eygir nú möguleika á því að kaupa norska olíuleitarverktakann, Awilco Offshore ASA en kaupverðið mun að sögn Wall Street Journal vera um 2,5 milljarðar Bandaríkjadala.

Þetta hefur WSJ eftir aðilum kunnugir málinu að sögn blaðsins.

Kaup Kínverjanna munu, að sögn WSJ, vera tilraun þeirra til að hefja frekari útrás í olíuleitariðnaði en sá geiri blómstrar um þessar mundir sökum hækkandi olíuverðs. Þá fjallar fréttavefur Reuters einnig um málið og segir að kínversk fyrirtæki munu á næstunni reyna að eignast fleiri olíuleitarfyrirtæki.

Wall Street Journal telur líklegt að þetta verði tilkynnt formlega seinna í dag í Hong Kong.

Olíufyrirtæki út um allan heim dæla nú peningum í olíuleitarverkefni að sögn WSJ. Þannig fjárfesta þau í verktökum, verkfræðistofum auk þess að fá jarðfræðinga í vinnu til sín í þeirri von að geta fundið nýjar olíulindir og nýtt þær sem fyrir eru með betri hætti.