Xi Jinping forseti Kína og fylgdarlið kom til Lundúna í gærmorgun. Í dag ávarpaði forsetinn breska þingið og átti svo fund með David Cameron forsætisráðherra Breta.

Cameron tilkynnti eftir fundinn með forsetanum að breskir og kínverskir aðilar hefðu gengið frá samningum fyrir næstum 40 milljarða punda, eða um 7.750 milljarða króna. Þetta er talsvert hærri upphæð en gert var ráð fyrir en skrifstofa forsætisráðherrans hafði sagt að hún væri nær 30 milljörðum punda.

Stærsti samningurinn er fjárfesting Kínverja í 33,5% hlut í kjarnorkuveri við Hinkley Point í Somerset-skíri á Suður-Englandi. Heildarfjárfestingin er 18 milljarðar punda. Franski orkurisinn EDF mun eiga verið með Kínverjum en framkvæmdir hefjast á næstu vikum.

Telegraph fjallaði í dag um stærstu samningana, sem meðal annars felast í frekari fjárfestingu Kínverja í framleiðandum strætisvagna og Lundúnaleigubíla, skemmtigarðinum  London Paramount, fjárfestingu í Aston Martin sportbílaframleiðandanum og framlagi til háskóla sem taka kínverskum nemendum.