Fyrstu flugvélinni sem smíðuð er í Kína var reynsluflogið í dag.

Vélin, sem ber heitið ARJ 21 er sem fyrr segir fyrsta flugvélin sem smíðuð er í Kína og af kínverskum fyrirtækjum. Vélinu mun taka um 90 manns í sæti.

Jómfrúarferðin gekk að sögn Reuters fréttastofunnar vel en af öryggisástæðum var ekki flogið hærra en 500 fet.

Reynsluflugið fór fram í Shanghai þar sem vélin er smíðuð en hún mun þó geta flogið í um 11 þúsund feta hæð líkt og flestar aðrar farþegaflugvélar.

Listaverð á ARJ 21 er um 27 milljónir dala en vonast er til þess að hægt verði að afhenda fyrstu vélina til farþegaflutninga eftir 18 mánuði.

Samkvæmt frétt Reuters hafa um 200 vélar verið pantaðar en flestar pantanirnar koma frá asískum flugfélögum.

Jin Zhuanglong, forstjóri Commercial Aircraft Corporation of China segir að með notkun vélarinnar geti flugfélög lækkað flugfargjöld sín þar sem vélinu geti flogið vegalengdir á við stærri farþegaflugvélar. Þá segir hann að flugfélög séu mörg hver að nota of stórar vélar á styttri leiðum og því muni þessi vél henta vel fyrir styttri leggi.