Seðlabanki Kína tilkynnti í dag að bankinn myndi hækka vexti á lánum til eins árs í 6,31% úr 6,06% frá og með morgundeginum.  CNNMoney segir frá.

Er þetta í fjórða sinn á sex mánuðum sem bankinn hækkar vexti í þeirri viðleitni að halda verðbólgu niðri.  Ársverðbólga í lok febrúar var 4,9% sem var mun meira en í Evrópu og Bandaríkjunum.  Seðlabankinn hefur einnig hækkað bindisskyldu nokkrum sinnum.

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína hefur líkt verðbólgu við tígur.  "Þegar hún sleppur laus, er erfitt að ná henni aftur í búrið."