Í hartnær fjörutíu ár hafa Kínverjar reynt að draga úr fólksfjölgun með því að meina pörum að eignast fleiri börn en eitt. Nú lítur út fyrir reglum verði breytt og þær útvíkkaðar.

Samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar verða nýju reglurnar þær að einkabörn, það er þeir sem eiga engin systkini, geta eignast tvö börn.

Reglan um að foreldrar megi bara eiga eitt barn hefur verið í gildi frá 1979. Kjeld Erik Brødsgaard, sérfræðingur í málefnum Kína hjá Copenhagen Business School telur að nú sé farið að styttast í að kínverska þjóðin verði orðin svo gömul að erfitt sé að manna vinnumarkaðinn.

Danska blaðið Politiken greindi frá.