Búist er við því að stjórnvöld í Kína herði tökin á peningalegu aðhaldi í næsta mánuði og kynni leiðir sem eiga að draga úr verðhækkunum á fasteignamarkaði.

Bloomberg-fréttaveitan segir aðgerðir stjórnvalda hafa litlu skilað til þessa í baráttunni gegn ofhitnun hagkerfisins. Þar á meðal er krafa um hærra eigið fé en áður í fasteignaviðskiptum, traustari veð fyrir lánum og eignaskatt.