Vaxandi vandi kínverskra banka gæti hrynt af stað alþjóðlegri fjármálakreppu að mati eins helsta sérfræðings í málefnum Kína.

Charlene Chu, fyrrverandi sérfræðingur hjá Fithc í Peking, varar við því að vaxandi lántökur í erlendum gjaldmiðlum hafi aukið mjög áhættuna í kínverska bankakerfinu. „Ein ástæða þess að að stöðugleiki hefur ríkt í Kína til þessa, ólíkt öðrum nýmarkaðsríkjum, er afar lítil þörf fyrir erlenda fjármögnun. Eftir því sem það breytist verða þeir viðkvæmari fyrir sveiflum meðal erlendra fjárfesta," segir Chu í viðtali við The Telegraph.

Hún bendir á að tölur frá Alþjóða greiðslubankanum (BIS) sýni gríðarlega aukningu lána í erlendum gjaldmiðlum, einkum dollurum, á seinni hluta síðasta árs.

George Magnus, hagfræðingur svissneska bankans UBS, tekur undir þetta og segir kínverska bankakerfið minna mjög á japanska bankakerfið þegar það riðaði til falls á níunda áratugnum.

Sjá nánar á The Telegraph.