„Þetta er mjög lítið sendiráð. Það eru mjög margir sem hafa bent á að byggingin sjálf sé stór, miðað við sum af hinum sendiráðunum. Reyndar er þetta þannig að sendiráðsstarfsmennirnir vinna bæði og búa í sendiráðinu, íbúðirnar okkar allra eru hérna í húsinu. Það eru sex starfsmenn sem vinna í sendiráðinu og búa hérna með fjölskyldunum sínum,“ segir Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, í samtali við Viðskiptablaðið.

„Fyrir utan það höfum við síðan tvo starfsmenn sem vinna á viðskiptaskrifstofunni okkar, sem búa þar ásamt fjölskyldum sínum. Borið saman við önnur sendiráð, sem hafa sendiráðsskrifstofur, bústaði og annað tilheyrandi, þá er okkar sendiráð frekar lítið,“ segir sendiherra Kína.

Ítarlegt viðtal við Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, má lesa í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Lánastefna ríkisins á þátt í að valda bjögun á verðbréfamarkaði.
  • Reykjavíkurborg á hlut í fyrirtækjum sem eru í samkeppnisrekstri. Óvíst er um lögmæti þess.
  • Kleinuhringjaverksmiðja Dunkin' Donuts verður opnuð á næstunni.
  • Bílaleigur óttast ekki samkeppni við útleigu á einkabílum.
  • Framtíðarhorfur íslensks hagkerfis eru bjartar, en brothættar.
  • Aðlögun íslensks bankakerfis að Basel III er hafin og miklar breytingar framundan í bankageiranum.
  • Varpað er upp svipmynd af Snædísi Ögn Flosadóttur hjá EFÍA.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Samfylkinguna.
  • Óðinn skrifar um frelsi og bankahrunið.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira.