Krafan um aðskilnað ríkis og kirkju verður æ háværari í kjölfar hneykslismála sem biskupi Íslands og öðrum andans mönnum innan kirkjunnar hefur reynst erfitt að höndla.

Þjóðkirkjan er talsvert umsvifamikil í bókum ríkisins því hún tekur til sín stærstan hluta þeirra fimm milljarða sem renna til trúmála á ári hverju.

Er það í heild nærri tvöfalt hærri upphæð en varið er til reksturs Landhelgisgæslunnar sem ætlað var 2.737,5 milljónir króna á fjárlögum 2009 og 2.783 milljónir króna á fjárlögum 2010.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .