Samþykkt var á Alþingi í gær að leggja niður kjararáð. Tillagan var samþykkt með 48 atkvæðum en 14 þingmenn sátu hjá. En meðal þeirra sem sátu hjá voru þingmenn Pírata.

Jón Þór Ólafsson sagði í þriðju umræðu að þingmenn Pírata myndu ekki greiða tillögunni atkvæði þar sem skortur hefði verið á umræðu um málið í nefndinni.

Lögin um kjararáð falla því úr gildi þann 1. júlí næstkomandi.