Forsætisnefnd Alþingis mun gera tillögu að nýjum ríkisendurskoðanda ekki síðar en í apríl næstkomandi. Alþingi mun í kjölfarið kjósa ríkisendurskoðanda til sex ára í senn en heimilt er að endurkjósa ríkisendurskoðanda einu sinni.

Í tilkynningu segir að ríkisendurskoðandi skuli hafa þekkingu á reikningsskilum og ríkisrekstri auk stjórnunarreynslu. Hann starfi á vegum Alþingis, sé trúnaðarmaður þess og ábyrgur gagnvart því við endurskðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins.

Sveinn Arason hefur gegnt stöðu ríkisendurskoðandi síðan árið 2008 en hann var ráðinn fyrst til sex ára en í mars 2014 var ráðning hans framlengd til ársins í ár.