Seðlabanki Evrópu tilkynnti nú fyrir skömmu að hann hefði ákveðið að lækka stýrivexti um tíu punkta, eða í -0,3%. Tilkynning Seðlabanka Evrópu var í samræmi við væntingar greiningaraðila en fyrirfram hafði verið búist við þvi að stýrivextir myndu lækka.

Fréttamiðillinn The Financial Times greindi hins vegar frá því 5 mínútum áður en tilkynnt var um ákvörðunina að Seðlabanki Evrópu hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Markaðir brugðust hratt við fréttunum en miklar sviptingar voru á gengi evru gagnvart Bandaríkjadals eins og má sjá hér að neðan. Grafið sýnir að skarpa hækkun sem byrjar klukkan 13:37 og er til klukkan 14:20.

© vb.is (vb.is)