*

fimmtudagur, 9. apríl 2020
Erlent 18. ágúst 2018 16:44

Kofi Annan látinn

Fyrrverandi aðalritari SÞ og handahafi friðarverðlauna Nóbels lést í Sviss eftir veikindi.

Ritstjórn
Annan í Genf í Sviss árið 2006.
epa

Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna (SÞ), er látinn. Annan, sem var handhafi friðarverðlauna Nóbels, hafði glímt við veikindi en hann var áttræður þegar hann lést á sjúkrahúsi í Sviss.

Annan fæddist í Kumasi í Gana þann 8. apríl 1938. Í dag lýsti forseti Gana yfir þjóðarsorg.