Kolbrún Jónsdóttir hefur tekið sæti í stjórn Íslandsbanka. Hún kemur í stað Mörthu Eiríksdóttur sem hóf nýlega stórf sem framkvæmdarstjóri Kreditkorta. Kolbrún er tilnefnd af Bankasýslu ríkisins sem fer með 5% eignarhlut ríkisins í bankanum.

Kolbrún er með cand oecon próf frá Háskóla Íslands og starfaði sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Vátryggingafélags Íslands frá 2008-2010. Árunum 1996-2008 starfaði hún hjá Íslandsbanka, m.a. sem útibússtjóri í Garðabæ og útibúsins í Skútuvogi.

Jafnframt urðu breytingar í varastjórn Íslandsbanka, en María E Ingvarsdóttir kemur inn sem varamaður í stjórn bankans fyrir hönd Bankasýslu ríkisins og Anna Lilja Gunnarsdóttir tekur sæti í varastjórn fyrir ISB Holding ehf.