Rekstrarfélag íslensku Iceland verslunarinnar fór fjárfestingarleið Seðlabankans og sótti 160 milljónir króna með skuldabréfaútgáfu.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og áður hefur komið fram keypti breska verslunarkeðjan Iceland um 37% hlut í íslensku versluninni Iceland sem stýrt er af Jóhannesi Jónssyni.

Fjárfestingarleið Seðlabankans gengur út á að fjárfestar komi með erlendan gjaldeyri til landsins, skipti honum í krónur og fjárfesti hér til lengri tíma. Krónurnar eru þannig 20% ódýrari en ef þær hefðu verið keyptar með hefðbundnum hætti. Þessi leið er liður í því að reyna að leysa hinn svokallaða aflandskrónuvanda, svo hægt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum.

Stefnt er að því að opna fjórar Iceland verslanir á næstunni.