Svana Helen Björnsdóttir var í morgun kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Svava Helen verður því formaður SI til Iðnþings 2013.

Kosningaþátttakan var 82.3%. Svana Helen fékk 94.440 atkvæði í kjöri til formanns eða 58,6% greiddra atkvæða. Svana er framkvæmdastjóri Stika en í framboði var einnig Haraldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Furu.

Þrír voru kjörnir til stjórnar en það eru Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel ehf., og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.