Staðföst vissa Árnýjar Sveinbjörnsdóttur, doktors í jarðfræði og eiginkonu Össurar Skarphéðinssonar um að olíu væri að finna við Ísland, ekki síst á Drekasvæðinu, varð til þess að Össur fékk áhuga á málinu.

„Þegar ég varð iðnaðarráðherra 2007 varð það svo með fyrstu verkum mínum að dusta rykið af gömlum skýrslunum,“ segir Össur. „Þær vöktu áhuga minn í þeim mæli að ég fékk tvo ótengda norska sérfræðinga, sem báðir höfðu feril í olíuleit, og einn frá Houston í Texas, til að skoða þau með mér. Allir voru sammála um að þau gæfu nokkuð eindregnar vísbendingar um olíu.“

Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið að enn eigi eftir að koma í ljós hvort olía finnist á Drekasvæðinu. Á síðustu misserum hafi komið fram sterkar vísbendingar um það.

Ítarlega er fjallað um olíuleitina við Ísland í tengslum við tækifæri Íslendinga á norðurslóðum. Þar kemur m.a. fram að olíuleitin velti milljörðum króna. Á meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Sérstakur saksóknari hefur birt öllum ákærur
  • Icelandair Hotels kvartaði vegna Hörpu
  • Iceland Express í þrot
  • Fjórir vinnuhópar vinna með tillögur Samráðsvettvangs
  • Afskriftir lita uppgjör MP banka
  • Lénafrumvarp dagar uppi
  • Seðlabankinn á minna af erlendum eignum
  • Hverjir vilja hvað í Peningastefnunefnd Seðlabankans?
  • Segjast ekki hafa hjálpað Icelandair
  • Kýpverjar skekja bankakerfi Evrópu
  • Olíuleitin veltir milljörðum
  • GAMMA veðjar á fasteignamarkaðinn
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir í ítarlegu viðtali
  • Verð á byssum hækkar í vor
  • Nýjar reglur um erlenda leikmenn gætu breytt miklu í körfuboltanum
  • Það helsta úr VB sjónvarpi í vikunni sem leið
  • Óðinn skrifar um hinn prakmatíska Biederman á ársfundi Seðlabankans
  • Nærmynd af Þorsteini Víglundssyni, nýjum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um afskipti ríkisins af kosningaumfjöllun fjölmiðla
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira