Minnka verðbólgu er mikilvægara en að lækka stýrivexti, að mati svarenda í könnun Markaðs og miðlarannsókna (MMR).

Spurt var:

Með hagsæld Íslands til framtíðar í huga. Hvernig eiga íslensk stjórnvöld að forgangsraða eftirfarandi verkefnum að þínu mati?

• Uppbygging ímyndar Íslands í útlöndum • Lækkun stýrivaxta • Lækkun verðbólgu • Uppbygging stóriðju • Umsókn um aðild að Evrópusambandinu • Frjáls innflutningur á kjötvörum

47% svarenda settu lækkun verðbólgu í fyrsta sæti, 31% settu lækkun stýrivaxta í efsta sæti, 11% setti umsókn að ESB í fyrsta sæti, 10% setti uppbyggingu ímyndar Íslands í fyrsta sæti, 3% setti uppbyggingu stóriðju í fyrsta sæti og enginn setti frjálsan innflutning á kjötvörum í efsta sæti.

Athygli vekur að svarendur setja að jafnaði hærri forgang á ímyndaruppbyggingu en uppbyggingu  stóriðju og umsókn að Evrópusambandinu (ímyndaruppbygging fékk 58% í 1-3 sæti á sama tíma og stóriðja fékk 27% en ESB umsókn 34% í 1-3 sæti), segir í úrvinnslugögnunum.

Úrtakið var fólk valið af handahófi á aldrinum 18-67 ára. Svarfjöldi var 642 einstaklingar. Könnunin var gerð 17.-21. október síðastliðinn.