Það þarf tafarlaust að grípa til aðgerða til þess að bæta ímynd Íslands erlendis, er mat 50% svarenda í könnun Markaðs og miðlarannsókna (MMR).  45% sveranda telja að grípa þurfi til aðgerða þegar um hægist. 2% svöruðu nei en 3% svöruðu því til að þau vissuðu það ekki.

Samtals eru 95% svarenda sem telja að íslensk yfirvöld og/eða hagsmunasamtök þurfi að grípa til sérstakra aðgerða til að bæta ímynd landsins erlendis, segir í tilkynningu frá MMR.

Úrtakið var fólk valið af handahófi á aldrinum 18-67 ára. Svarfjöldi var 642 einstaklingar. Könnunin var gerð 17.-21. október síðastliðinn.