Munur á hæstu og lægstu launum í VR er 200 prósent en bilið hefur þó minnkað síðustu ár.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Samkvæmt fréttinni eru launavæntingar félaga í SFR og í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar ólíkar eftir kynjum. Konur telja krónutölu sanngjarnra launa lægri en karlarnir.

Í launakönnun VR kom fram að hæstu heildarlaun í VR eru 804 þúsund krónur, þegar miðað er við meðaltal þeirra fimm prósenta sem eru hæstlaunaðir innan félagsins.

Meðaltal lægstu launanna er 272 þúsund krónur á mánuði. Þeir hæstlaunuðu eru því með tæplega þrefalt hærri laun en þeir lægstlaunuðu. Tölurnar eru frá því í janúar á þessu ári en munurinn var enn meiri árið 2008, þá var hann 346 prósent miðað við rétt tæp 200 prósent nú.

Konur í SFR telja sanngjarnt að fá 402 þúsund krónur í laun á mánuði en karlar telja 514 þúsund sanngjörn mánaðarlaun.Í starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar er munurinn minni þar sem konur telja að launin eigi að vera hærri. Þar telja konur sanngjörn laun eigi að vera 424 þúsund krónur en karlar telja upphæðina eiga að vera um 515 þúsund krónur.

Konur í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og í SFR, þar sem félagar eru starfsmenn hjá hinu opinbera, telja sanngjörn laun mun lægri í krónutölu en karlar í sömu félögum. Konur hafa 22 prósentum minni launavæntingar er karlarnir í SFR. Konur í SFR telja sanngjarnt að fá 402 þúsund krónur í laun á mánuði en karlar telja 514 þúsund sanngjörn mánaðarlaun. Í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar er munurinn 18 prósent. Konurnar telja 424 þúsund sanngjörn laun en karlarnir 515 þúsund krónur.