Angela Merkel Þýskalandskanslari er áhrifaríkasta kona heims ef marka má lista Forbes. Tímaritið hefur tekið saman lista yfir hundrað helstu áhrifakonur heims undir yfirskriftinni „The 100 Women Who Run The World“ eða „Konurnar hundrað sem stýra heiminum“. Má þarna sjá tilvísun í vinsælt dægurlag söngkonunnar Beyoncé Knowles, Run the World (Girls), en Beyonce skipar einmitt þrítugasta og annað sæti listans.

Í öðru sæti er utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, og í því þriðja er Dilma Rousseff, forseti Brasilíu. Störf þessara áhrifaríkustu kvenna heims eru misjöfn og mörg, en þar má sjá stjórnmálamenn, rithöfunda, leikara og söngvara. Í áttunda sæti er til að mynda Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en hún fylgir fast á hæla forsetfrúnnar vinsælu, Michelle Obama. Bretar virðast aðeins aftar í goggunarröðinni en Elísabet Bretlandsdrottning nær ekki nema 26 sæti.

Lista Forbes í heild sinni má skoða hér .