Í kosningunum í Bandaríkjunum 2. nóvember n.k. verður kosið um ýmis málefni ásamt kosningu um fylkisstjóra. Meðal þess sem kosið verður um í Kaliforníu er hvort leyfa eigi notkun marijúana. Þetta kemur fram á vef WSJ. Í nýlegri könnun kemur fram að 48% vilja leyfa efnið en 41% eru því mótfallnir. Þrátt fyrir að frumvarpið yrði að lögum, mun alríkisstjórnin enn geta framfylgt banni sínu á efninu. Hins vegar gæti lögreglumenn í þjónustu fylkisins ekki tekið þátt í aðgerðum, en að það er venjan í slíkum málum. Því myndi þetta gera alríkisstjórninni erfitt fyrir í baráttu sinni gegn notkun efnisins. Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu nýverið það sem hann kvaðst vera algjörlega mótfallinn lögleiðingu marijúana í Kaliforníu. Hins vegar er fráfarandi ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzanegger, meðmæltur frumvarpinu.