Samanlagður kostnaður vegna sérfræðingahópa sem fjölluðu um skuldavanda heimila nemur 40 milljónum króna. Þetta kemur fram í fjáraukalögum fyrir árið 2013 sem dreift var á Alþingi í nótt.

Annars vegar hóp sem á að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra lána og gera úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð og hins vegar hóp um afnám verðtryggingar af neytendalánum.

Helstu kostnaðarþættir eru aðkeypt sérfræðiþjónusta, kostnaður við vefsíðu, kynningar og aðra upplýsingagjöf og þóknun til nefndarmanna. Í fjáraukalagafrumvarpinu kemur fram að reiknað er með að útgjöldin falli að mestu til í ár en þó má gera ráð fyrir að einhver kostnaður falli til eftir áramótin.