Miðað við þær forsendur sem gefnar hafa verið um ný auðlinda-, umhverfis-, og auðlindaskatta munu skattgreiðslur Alcoa hækka um 6,5 milljarð króna á næsta ári en síðan fer kostnaðurinn hækkandi eftir það.

Þetta segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi í samtali við viðskiptablaðið og nefnir til samanburðar að árlegur launakostnaður Alcoa hér á landi sé um 4,5 milljarðar.

„ Þetta eru gífurlegar tölur og hvergi í heiminum nokkuð sambærilegt. Ég sé þetta ekki ganga upp, en það má líka við það bæta að þetta hefur áhrif á fleiri en álverin,“ segir Tómas Már.

Aðspurður um það hvort Alcoa hafi komið sínum sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld segir Tómas Már að hann hafi átt einn fund með Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra eftir að fjárlagafrumvarpið var sett fram og á þeim fundi hafi hann gert ráðherra grein fyrir sjónarmiðum Alcoa.

_____________________________

Nánar er rætt við Tómas Má í viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .